Samþykkja ekki þvingunaraðgerðir vegna mengunar

Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi.
Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi.

Mikil óánægja ríkir meðal borgarfulltrúa sjálfstæðismanna í umhverfis- og heilbrigðisráði eftir fund ráðsins um loftgæði sem haldin var sl. miðvikudag en flokkurinn sakar meirihluta borgarstjórnar um að hunsa tillögu flokksins um aðgerðaráætlun í loftgæðamálum.

Gerðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks ásamt fulltrúum Miðflokksins athugasemd undir fundarsköpum þess efnis og sökuðu Líf Magneudóttir, formann ráðsins um fundarofbeldi. Er hún þar jafnframt gagnrýnd fyrir að hafa farið til fjölmiðla með tillögu um að takmarka umferð ökutækja.

Er þar vísað í frétt Ríkisútvarpsins sem greindi frá því á mánudag að borgaryfirvöld í Reykjavík hygðust nota heimild til að takmarka eða banna umferð tímabundið til að draga úr svifryksmengun. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, staðfestir afstöðu flokksins í MorgunblaðiNU Í DAG. Segir hann tillögu Sjálfstæðisflokksins vera skynsamlegan kost en hún snýr m.a. að rykbindingu, að frítt verði í strætó og takmörkun á þungaflutningum á „gráum dögum“, nýtingu affallsvatns og að unnið sé gegn dreifingu byggðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert