Tilkynning vegna verkfalls

mbl

Verk­fall blaðamanna í Blaðamanna­fé­lagi Íslands sem starfa á net­miðlum fyr­ir­tækja sem Sam­tök at­vinnu­lífs­ins semja fyr­ir stend­ur yfir í dag á milli kl. 10 og 22. Verk­fallið nær einnig til ljós­mynd­ara og töku­manna í Blaðamanna­fé­lagi Íslands hjá sömu fyr­ir­tækj­um. Árvak­ur, út­gef­andi mbl.is, er meðal þess­ara fyr­ir­tækja en hin fyr­ir­tæk­in eru Sýn, Torg og Rík­is­út­varpið.

Þetta er þriðja verk­fallið af þessi tagi sem boðað hef­ur verið til og eins og áður verður fréttaþjón­usta á mbl.is í all­an dag, en frétt­irn­ar skrifa á fyrr­nefndu tíma­bili þeir sem ekki eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands.

mbl.is sinn­ir afar þýðing­ar­miklu hlut­verki sem fréttamiðill en gegn­ir um leið mik­il­vægu ör­ygg­is­hlut­verki. Af þess­um sök­um er allt kapp lagt á að vef­ur­inn loki aldrei, jafn­vel þó að úr fréttaflæði kunni að draga í langvar­andi verk­falli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert