Verk eftir gamla meistara boðin upp

Málverk af Fjölnismönnum eftir Jóhannes Kjarval.
Málverk af Fjölnismönnum eftir Jóhannes Kjarval.

Þrjú málverk eftir Jóhannes Kjarval, eitt eftir Gunnlaug Scheving og eitt eftir Ásgrím Jónsson eru meðal verka sem boðin verða upp á vegum uppboðshússins Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn í næstu viku.

Verkin, sem koma úr einkasöfnum, hafa vakið athygli meðal íslenska málverkasafnara sem vita ekki til þess að þau hafi verið sýnd hér á landi eða um þau fjallað í bókum um listamennina.

Þá þykja verkin nokkuð hátt verðlögð. Svínahraun, landslagsmynd eftir Kjarval, er þannig metin á 200-250 þúsund danskar krónur, sem svarar til 3,6-4,5 milljóna íslenskra króna. Verði málverkin flutt til Íslands bætast við flutningsgjöld og virðisaukaskattur.

Á uppboði í Gallerí Fold í næstu viku eru nokkur verk eftir Kjarval og þau sem hæst eru metin eru verðlögð á 2,-2,5 milljónir króna, að því er fram kemur í umfjöllun um uppboðið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert