Eitthvað á annað þúsund einstaklingar hafa fengið fyrirframgreiddan arf á ári síðustu árin, 8 til 10 milljónir að meðaltali. Heildarfjárhæð fyrirframgreidds arðs, sem erfðafjárskattur hefur verið greiddur af, nemur 10 til 14 milljörðum á ári. Er það almennt nálægt þriðjungi af þeim arfi sem kemur til skipta samkvæmt hefðbundnum skiptum dánarbúa.
Fólk getur afhent erfingjum sínum verðmæti og telst það fyrirframgreiddur arfur. Síðustu þrjú árin hefur fyrirframgreiddur arfur numið 12 til 14 milljörðum króna á ári og var rúmir 9 milljarðar árið þar á undan. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Ríkisskattstjóri hefur tekið saman, meðal annars úr gögnum Fjársýslu ríkisins. Er þetta talsverð hækkun frá árunum á undan.
Til samanburðar má geta þess að arfur sem fólki hefur tæmst við andlát arfgjafa hefur á þessum árum numið 20 til 35 milljörðum króna. Fyrirframgreiddi arfurinn hefur á síðustu árum verið 28-35% af samanlögðum arfi, aðeins misjafnt eftir árum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.