Kveikt á ljósunum á Miðbakka

Mikil stemning skapast jafnan á Miðbakka þegar jólaljósin eru tendruð.
Mikil stemning skapast jafnan á Miðbakka þegar jólaljósin eru tendruð. mbl.is/Árni Sæberg

Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð kl. 17.00 í dag, laugardaginn 30. nóvember, en tréð er staðsett á Miðbakka Reykjavíkurhafnar.

Góðir vinir frá Hamborg senda jólatréð til Reykjavíkurhafnar eins og þeir hafa gert árlega frá árinu 1965.

Við athöfnina flytur fulltrúi frá Hamborg stutt ávarp og Skúli Þór Helgason, formaður Faxaflóahafna sf., þakkar fyrir jólatréð. Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands á Íslandi, ávarpar gesti við tréð ásamt Sverri Schopka, fulltrúa Þýsk-íslenska félagsins í Þýskalandi.

Að athöfn lokinni er gestum boðið í heitt súkkulaði og viðeigandi bakkelsi í Hafnarhúsinu, ásamt því að jólasveinar munu kíkja í heimsókn. Félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika jólalög. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert