Spice í fangelsum landsins

Páll Winkel
Páll Winkel mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Nýtt eiturlyf, Spice, tröllríður nú fangelsunum, enda er afar erfitt að finna það á gestum eða í vörum sem koma inn í fangelsin.

„Ég áætla að í lokuðu fangelsunum séu 90% fanga í virkri fíkn,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir nauðsynlegt að bregðast við vandanum með því að draga úr eftirspurn með betri meðferðum fyrir fanga sem glíma við fíkn.

„Við erum með fíkniefnahund og mjög öflugt starfsfólk sem leitar á öllum og í þessu öllu saman, en þegar komið er efni sem er lyktarlaust, og þar sem eitt gramm verður að hundrað skömmtum, þá geturðu ímyndað þér hvað það er erfitt að koma í veg fyrir svona sendingar. Við vitum hvaða fangar eru að dreifa fíkniefnum innan fangelsanna en efnin koma hins vegar ekki inn með heimsóknargestum þeirra. Þvert á móti eru það heimsóknargestir lágt settra fanga sem eru þvingaðir til að koma með efni inn í fangelsin,“ segir Páll í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert