Aðventan er gengin í garð því ljósin hafa verið tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli. Að venju voru margir samankomnir í miðbænum að taka þátt í viðburðinum. Hinn norsk-íslenski Jónas Hrafn Gunnarsson sem er sjö ára gamall aðstoðaði Dag B. Eggertsson borgarstjóra við að kveikja á jólaljósunum.
Jólasveinarnir stálust líka snemma í bæinn og tóku lagið með krökkunum. Elísabet Ormslev og Sverrir Bergmann fluttu falleg jólalög ásamt hljómsveit. Lúðrasveit Reykjavíkur ásamt lúðrasveitinni Sagene Janitsjarkorps frá Ósló leiku einnig aðventu- og jólalög. Kynnir var Katla Margrét Þorgeirsdóttir og var dagskráin túlkuð á táknmáli.
Line Steine Oma borgarfulltrúi í Ósló ávarpaði samkomuna og afhenti borgarstjóra bókagjöf til allra grunnskóla Reykjavíkur. Um er að ræða fjórar þýddar bækur eftir norska höfunda.
Órói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra prýðir jólatréð.
Ljósin voru tendruð á Óslóartrénu í dag.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Jólasveinarnir mættu snemma til byggða þegar ljósin voru tendruð á Óslóartrénu.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Jólasveinarnir glöddu yngstu kynslóðina.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kveikti á ljósum trésins og naut aðstoðar Jónasar Hrafns Gunnarssonar, norsk-íslensks drengs sem er 7 ára gamall.
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Elísabet Ormslev og Sverrir Bergmann fluttu falleg jólalög.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Óslóartréð stendur á Austurvelli.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Lúðrasveit Reykjavíkur ásamt lúðrasveitinni Sagene Janitsjarkorps frá Ósló léku aðventu- og jólalög.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Line Steine Oma borgarfulltrúi í Ósló ávarpaði samkomuna og afhenti borgarstjóra bókagjöf til allra grunnskóla Reykjavíkur.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Elísabet Ormslev og Sverrir Bergmann fluttu jólalög.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Kynnir var Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona.
mbl.is/Kristinn Magnússon