Ekkert tilboð barst í atvinnulóðir í Mjódd

Álfabakki. Atvinnulóðirnar í Mjódd eru skammt frá Reykjanesbrautinni. Meðfylgjandi mynd …
Álfabakki. Atvinnulóðirnar í Mjódd eru skammt frá Reykjanesbrautinni. Meðfylgjandi mynd sýnir svæðið. Nú hafa risið þarna íþróttamannvirki ÍR. Ljósmynd/Reykjavíkurborg.

Engin tilboð bárust í fjórar atvinnulóðir í Mjódd í Breiðholti, sem Reykjavíkurborg auglýsti lausar til umsóknar í haust. Þessar lóðir eru á góðum stað, rétt við Reykjanesbrautina.

Leitað var eftir tilboðum í allan byggingarrétt hverrar lóðar fyrir sig. Aðeins lögaðilar gátu boðið í byggingarréttinn. Heimilt var að bjóða í allar lóðirnar, þ.e. fyrir Álfabakka 2a, 2b, 2c, og 2d, en gera þurfti eitt stakstætt tilboð í hverja lóð.

Í Morgunblaðinu í dag segir, að til hafi staðið að bílaumboðið Hekla hf. myndi byggja nýjar höfuðstöðvar á lóðunum við Álfabakka og íbúðir yrðu byggðar á Heklureitnum við Laugaveg. Þau áform runnu út í sandinn. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert