Hyggjast bæta aðstöðu í Laugardal

Þróttur hefur kynnt hugmynd að nýju húsi fyrir íþróttir og …
Þróttur hefur kynnt hugmynd að nýju húsi fyrir íþróttir og félagsstarf, sem myndi rísa á bílastæðinu vestan við félagshús Þróttar og knattspyrnuvöll félagsins. Mynd/Tendra arkitektar

„Við Þróttarar erum mjög ánægðir með að það sé að komast hreyfing á aðstöðumál félagsins,“ segir Kristján Kristjánsson, varaformaður félagsins.

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að skipa starfshóp sem á að fjalla um aðstöðu fyrir íþróttaæfingar, kennslu og keppni í Laugardal. Er hópnum ætlað að skila niðurstöðu fyrir lok febrúar 2020.

Mikil þörf er á nýjum mannvirkjum fyrir íþróttafélög og skóla í Laugardalnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert