„Við Þróttarar erum mjög ánægðir með að það sé að komast hreyfing á aðstöðumál félagsins,“ segir Kristján Kristjánsson, varaformaður félagsins.
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að skipa starfshóp sem á að fjalla um aðstöðu fyrir íþróttaæfingar, kennslu og keppni í Laugardal. Er hópnum ætlað að skila niðurstöðu fyrir lok febrúar 2020.
Mikil þörf er á nýjum mannvirkjum fyrir íþróttafélög og skóla í Laugardalnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.