Lýsa yfir trausti og heita fundi sem fyrst

„Við vitum að mikill metnaður er innan Grunnskóla Seltjarnarness um …
„Við vitum að mikill metnaður er innan Grunnskóla Seltjarnarness um gott skólastarf og mikilvægt er að sátt og traust ríki um allt sem viðkemur skólamálum á Nesinu,“ segir í yfirlýsingu meirihluta bæjarstjórnar. mbl.is/Hari

Meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks­ins í bæj­ar­stjórn á Seltjarn­ar­nesi lýs­ir yfir „fullu trausti“ í garð skóla­stjórn­enda og kenn­ara við Grunn­skóla Seltjarn­ar­ness og um leið ánægju með gott starf í skól­an­um til fjölda ára. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem meiri­hlut­inn hef­ur sent til fjöl­miðla.

„Við vit­um að mik­ill metnaður er inn­an Grunn­skóla Seltjarn­ar­ness um gott skólastarf og mik­il­vægt er að sátt og traust ríki um allt sem viðkem­ur skóla­mál­um á Nes­inu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu meiri­hlut­ans, sem seg­ist harma þá stöðu sem upp er kom­in og seg­ir að fundað verði um málið með kenn­ur­um skól­ans „hið fyrsta“ til þess að ræða stöðuna.

Kenn­ar­ar og stjórn­end­ur Grunn­skóla Seltjarna­rness kenndu ekki 7. — 10. bekk í Val­húsa­skóla í dag, þar sem þeir telja meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar og full­trúa Viðreisn­ar/​​Neslist­ans hafa vegið gróf­lega að heil­ind­um sín­um, fag­mennsku og starfs­heiðri með orðum sem lát­in voru falla á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í síðustu viku. Kenn­ar­arn­ir treystu sér ekki til þess að taka á móti nem­end­um af þess­um sök­um.

Yf­ir­lýs­ing­in meiri­hlut­ans í heild sinni:

„Meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar lýs­ir fullu trausti við skóla­stjórn­end­ur og kenn­ara við Grunn­skóla Seltjarn­ar­ness og um leið ánægju með gott starf í skól­an­um til fjölda ára.

Við vit­um að mik­ill metnaður er inn­an Grunn­skóla Seltjarn­ar­ness um gott skólastarf og mik­il­vægt er að sátt og traust ríki um allt sem viðkem­ur skóla­mál­um á Nes­inu.

Meiri­hlut­inn harm­ar þá stöðu sem upp er kom­in, og fundað verður um málið hið fyrsta.

Boðað verður til fund­ar með kenn­ur­um skól­ans til að ræða þá stöðu sem upp er kom­in.

Meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks­ins í bæj­ar­stjórn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert