Fimm billjóna sparnaður

Líf­eyr­is­sparnaður Íslend­inga nam ríf­lega 5.018 millj­örðum í lok þriðja árs­fjórðungs og hef­ur aldrei verið meiri. Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um Fjár­mála­eft­ir­lits­ins yfir heild­ar­eign­ir sam­trygg­ing­ar- og sér­eigna­sparnaðar líf­eyr­is­sjóða.

Þar má sjá að heild­ar­eign­ir sam­trygg­ing­ar­deilda líf­eyr­is­sjóða námu 4.301 millj­arði króna í lok sept­em­ber og höfðu hækkað um 46 millj­arða frá lok­um júní­mánaðar. Heild­ar­eign­ir sér­eign­ar­sparnaðar í vörslu líf­eyr­is­sjóða og annarra vörsluaðila námu 717 millj­örðum í lok þriðja árs­fjórðungs og höfðu auk­ist um nærri 10 millj­arða frá miðju ári.

Sé mið tekið af heild­ar­mann­fjölda hér á landi í lok þriðja árs­fjórðungs nem­ur líf­eyr­is­sparnaður­inn 13,8 millj­ón­um króna á hvert manns­barn, eða 11,8 millj­ón­um í sam­eign­ar­sjóðum og tveim­ur millj­ón­um króna í sér­eign­ar­sparnaði, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert