Frumvarp um þriggja þrepa skattkerfi samþykkt

Frumvarp um kerfisbreytingar á tekjuskattskerfinu þar sem innleitt er þriggja …
Frumvarp um kerfisbreytingar á tekjuskattskerfinu þar sem innleitt er þriggja þrepa skattkerfi var samþykkt á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnarfrumvarp um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda var samþykkt á Alþingi í dag. Í lögunum er lagt til að komið verði á fót þriggja þrepa tekjuskattskerfi, í tveimur skrefum, með nýju lágtekjuþrepi í stað tveggja þrepa eins og nú er. Samkvæmt frumvarpinu munu barnabætur hækka og viðmiðum til breytinga á persónuafslætti milli ára verður breytt. 

Frumvarpið var samþykkt með 46 atkvæðum. Allir sjö þingmenn Miðflokksins sátu hjá og tveir þingmenn Pírata. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vekur athygli á samþykkt frumvarpsins í færslu á Facebook þar sem hann segir málið eitt af stærstu málum kjörtímabilsins og helsta grundvöll lífskjarasamninganna. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vekur einnig athygli á málinu og segir breytingarnar sem frumvarpið hefur í för með sér stuðla að bættum kjörum almennings og gera skatta- og bótakerfið réttlátara.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert