Niðurstöður PISA-könnunarinnar 2018 verða kynntar á opnum fundi í Háskóla Íslands klukkan 14:30. Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun standa að fundinum og hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér.
Á fundinum munu sérfræðingar kynna niðurstöður, greina þær og ræða þann lærdóm sem draga má af niðurstöðum, auk þess sem ráðherra mennta- og menningarmála ávarpar fundinn.
Niðurstöðurnar voru birtar í morgun og þar kemur meðal annars fram að rúmlega þriðjungur íslenskra drengja nær ekki grunnhæfniviðmiðum lesskilnings og samantekið er frammistaða í lesskilningi á Íslandi mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltalinu í löndum OECD.
Dagskrá kynningarfundarins er svohljóðandi:
Vakin er athygli á að á vorönn 2020 munu menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun standa fyrir röð málstofa þar sem fjallað verður nánar um niðurstöður PISA-rannsóknarinnar á einstökum sviðum.