Kjartan verður ríkislögreglustjóri tímabundið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á blaðamannafundinum í dag.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjart­an Þorkels­son, lög­reglu­stjóri á Suður­landi, verður skipaður rík­is­lög­reglu­stjóri til bráðabirgða er Har­ald­ur Johann­essen hætt­ir störf­um um ára­mót. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra á blaðamanna­fundi.

Kjartan Þorkelsson (t.v.) hefur verið skipaður ríkislögreglustjóri til bráðabirgða. Hann …
Kjart­an Þorkels­son (t.v.) hef­ur verið skipaður rík­is­lög­reglu­stjóri til bráðabirgða. Hann hef­ur tjáð ráðherra að hann ætli ekki að sækj­ast eft­ir starf­inu til fram­búðar er það verður aug­lýst. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Greint var frá því skömmu fyr­ir há­degi að Har­ald­ur Johann­essen myndi hætta störf­um um ára­mót. Áslaug Arna sagði starfs­lok hans vera í góðri sátt, en bæði hún og hann hefðu kom­ist að þeirri niður­stöðu að kom­inn væri tími til þess fá nýj­an mann í embættið. Staðan verður aug­lýst fljót­lega og sagðist Áslaug von­ast til þess að fá öfl­ug­ar um­sókn­ir, en þar til yrði embættið í ör­ugg­um hönd­um Kjart­ans, sem hef­ur þegar tjáð ráðherra að hann hygg­ist ekki sækj­ast eft­ir starf­inu til fram­búðar.

Áslaug Arna kynnti eng­ar sam­ein­ing­ar á lög­reglu­embætt­um á fund­in­um, en kynnti aukið sam­ráð á milli lög­reglu­embætta lands­ins og rík­is­lög­reglu­stjóra. Sér­stakt lög­regluráð tek­ur til starfa í upp­hafi nýs árs og mun það funda mánaðarlega. Í því munu all­ir lög­reglu­stjór­ar lands­ins sitja, auk rík­is­lög­reglu­stjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert