Lesskilningur versnar enn

Lesskilningur stráka hér á landi er áberandi slæmur.
Lesskilningur stráka hér á landi er áberandi slæmur. mbl.is/Hari

Færni ís­lenskra nem­enda í lesskiln­ingi er und­ir pari ef miðað er við meðaltalið í ríkj­um OECD sam­kvæmt niður­stöðum PISA-rann­sókn­ar­inn­ar fyr­ir árið 2018.

Íslensk­ir nem­end­ur voru einnig und­ir meðaltali í vís­ind­um en yfir meðaltali OECD-ríkja í stærðfræði.

PISA-rann­sókn­in er fram­kvæmd á þriggja ára fresti í öll­um ríkj­um OECD og var því síðast gerð árið 2015. Mennta­mála­stofn­un ann­ast fram­kvæmd PISA á Íslandi fyr­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið.

Færni nem­enda í lestri hef­ur al­mennt hrakað frá alda­mót­um, sem og í vís­ind­um á meðan færni nem­enda í stærðfræði eykst ör­lítið frá síðustu rann­sókn.

Um 600 þúsund nem­end­ur í 79 lönd­um voru prófaðir árið 2018.

Niðurstaðan bend­ir einnig til þess að lít­ill hluti nem­enda hér á landi standi sig af­burðavel. Um 7% ís­lenskra nem­enda hafa af­burða lesskiln­ing en meðaltal annarra ríkja er 9%.

Fram kem­ur að lesskiln­ing­ur stelpna sé al­mennt betri en stráka. Mun­ur­inn sé meiri á Íslandi en í öðrum lönd­um en talað er um að mun­ur­inn hér á landi sé svipaður og árið 2009; 44 stig.

Frétt OECD

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka