Ríkislögreglustjóri hættir um áramót

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lætur af embætti um áramót.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lætur af embætti um áramót. mbl.is/Hari

„Ég hef óskað eft­ir því við dóms­málaráðherra að láta af embætti rík­is­lög­reglu­stjóra um næstu ára­mót og hef­ur ráðherra fall­ist á lausn­ar­beiðni mína,“ seg­ir Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna embætt­is­ins. Hann seg­ir jafn­framt að óskað hafi verið eft­ir því að hann taki að sér sér­staka ráðgjöf við ráðherra á sviði lög­gæslu­mála, sem meðal ann­ars lúti að framtíðar­skipu­lagi lög­gæslu.

„Ég stíg sátt­ur frá borði eft­ir að hafa gegnt þessu ábyrgðar­mikla starfi í 22 ár. Nú þegar boðaðar eru breyt­ing­ar á yf­ir­stjórn lög­reglu­mála í land­inu tel ég rétt að hleypa að nýju fólki og er mér ljúft og skylt að vera ráðherra í fram­hald­inu til ráðgjaf­ar um framtíðar­skipu­lag lög­gæsl­unn­ar,“ seg­ir Har­ald­ur í bréfi sínu til starfs­manna, sem hann óskaði eft­ir að trúnaður ríkti um þar til Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra hefði kynnt breyt­ing­arn­ar á blaðamanna­fundi, sem boðað hef­ur verið til í Ráðherra­bú­staðnum kl. 13.

Har­ald­ur seg­ir í bréf­inu að eðli máls­ins sam­kvæmt gusti um þann sem gegni starfi rík­is­lög­reglu­stjóra og hann hafi ekki farið var­hluta af því. „Þetta er það um­hverfi sem embættið býr við og við því er ekk­ert að segja. Ný­leg gagn­rýni mín á til­tekna þætti í starf­semi og skipu­lagi lög­regl­unn­ar hef­ur ekki verið öll­um að skapi,“ skrif­ar Har­ald­ur, sem seg­ist vænta þess að í vinnu við framtíðar­skipu­lag lög­regl­unn­ar verði ábend­ing­ar tekn­ar til skoðunar eins og fjöl­margt annað sem þurfi að gaum­gæfa.

Har­ald­ur seg­ir að á þess­um tíma­mót­um standi eft­ir sterkt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra, sem í gegn­um árin hafi verið treyst fyr­ir nýj­um og þýðing­ar­mikl­um verk­efn­um. „Það verður und­ir næsta rík­is­lög­reglu­stjóra komið að tak­ast á við framtíðaráskor­an­ir embætt­is­ins og frá mér fær hann hvatn­ingu og ósk­ir um vel­gengni. Eft­ir­maður minn get­ur reitt sig á öfl­ug­an hóp starfs­manna og yf­ir­stjórn embætt­is­ins sem drifið hef­ur starf­sem­ina af elju­semi og fag­leg­um metnaði,“ skrif­ar Har­ald­ur.

„Ég hef eign­ast trausta vini og sam­starfs­fólk sem ég kveð sæll og þakk­lát­ur fyr­ir það traust sem það hef­ur sýnt mér í ára­tugi um leið og ég bið þau að hafa hug­fast að störf þeirra fel­ast fyrst og síðast í að þjóna fólk­inu í land­inu og rétt­ar­rík­inu.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka