Setja hnefann í borðið

Höfuðstöðvar Íslandspósts.
Höfuðstöðvar Íslandspósts. mbl.is/​Hari

Póst- og fjar­skipta­stofn­un­in (PFS) er þessa dag­ana að fara yfir kostnaðarfor­send­ur Ísland­s­pósts (ÍSP) fyr­ir hinu svo­kallaða enda­stöðva­gjaldi sem nú er lagt á all­ar póst­send­ing­ar frá út­lönd­um og marg­ir hafa kvartað yfir.

Fyr­ir­spurn Neyt­enda­sam­tak­anna hef­ur leitt í ljós að við ákvörðun gjalds­ins í sum­ar lá ekki fyr­ir hver kostnaður fyr­ir­tæk­is­ins vegna er­lendra send­inga er í raun eins og ætl­ast er til í lög­um sem Alþingi samþykkti fyrr á þessu ári.

Í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Breki Karls­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna, að við þetta sé ekki hægt að una. Hár kostnaður vegna póst­send­inga hamli sam­keppni og stuðli að hærri verðlagn­ingu versl­ana á Íslandi með því að reisa ígildi toll­múra. Neyt­enda­sam­tök­in hafa sent Eft­ir­lits­stofn­un EFTA kvört­un og vakið at­hygli henn­ar á því að nýja gjaldið gæti brotið í bága við EES-samn­ing­inn. Breki seg­ir að komi í ljós að gjaldið miðist ekki við raun­kostnað held­ur sé til­raun til að borga upp fortíðar­vanda í sam­keppn­is­rekstri ÍSP muni sam­tök­in setja hnef­ann í borðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert