Andlát: Jóhann Eyfells

Jóhann Eyfells.
Jóhann Eyfells.

Jó­hann Ey­fells mynd­höggv­ari lést í gær á hjúkr­un­ar­heim­ili í Fredericks­burg í Texas í Banda­ríkj­un­um. Jó­hann var fædd­ur í Reykja­vík 21. júní 1923 og ólst upp í Þing­holt­un­um. For­eldr­ar hans voru Eyj­ólf­ur J. Ey­fells (1886-1979), list­mál­ari í Reykja­vík, og Ingi­björg Ey­fells (1895-1977), handa­vinnu­kenn­ari og kaupmaður.

Jó­hann fór til náms í arki­tekt­úr og mynd­list í Kali­forn­íu­há­skóla í Berkeley í Banda­ríkj­un­um árið 1944 og stundaði einnig nám við Lista- og handíðaskóla Kali­forn­íu í Oak­land. Í Kali­forn­íu kynnt­ist Jó­hann eig­in­konu sinni, Krist­ínu Hall­dórs­dótt­ur mynd­list­ar­manni, f. 1917

Árið 1953 tók Jó­hann B.Arch-próf í arki­tekt­úr frá Flórída­há­skóla í Gainesville og 1964 tók hann MFA-próf í skúlp­túr frá sama skóla. Á seinni hluta sjö­unda ára­tug­ar­ins vann Jó­hann að list­sköp­un sinni á Íslandi og kenndi einnig við Mynd­list­ar- og handíðarskól­ann í Reykja­vík. Á þess­um tíma voru Jó­hann og Krist­ín mjög áber­andi og fram­sæk­in í list­a­líf­inu í Reykja­vík og tóku þátt í fjölda sýn­inga á verk­um á Skóla­vörðuholti. Árið 1969 varð Jó­hann pró­fess­or við Flórída­há­skóla í Or­lando og starfaði þar til 1999.

Jó­hann hélt einka­sýn­ing­ar víða um heim, meðal ann­ars stóra og glæsi­lega sýn­ingu hjá Lista­safni Íslands 1992. Einnig tók hann þátt í fjölda sam­sýn­inga og tóku þau hjón­in bæði þátt í ýms­um sýn­ing­um. Þá var Jó­hann með Hreini Friðfinns­syni full­trúi Íslands á Fen­eyjat­víær­ingn­um árið 1993.

Krist­ín, kona Jó­hanns, lést árið 2002 og í kjöl­farið lagði Jó­hann allt kapp á að halda nafni henn­ar á lofti. Hann lét steypa fjöl­marga af skúlp­túr­um henn­ar í brons og það í mörg­um ein­tök­um. Jó­hann flutti frá Or­lando til Texas árið 2004 og keypti þar búg­arð hvar hann vann sleitu­laust að list­sköp­un sinni hvern ein­asta dag. Meðal lista­verka Jó­hanns má nefna Íslands­vörðuna, verk úr bronsi við Sæ­braut í Reykja­vík.

Son­ur Jó­hanns og Auðar Hall­dórs­dótt­ur er Ingólf­ur Ey­fells, f. 1945, verk­fræðing­ur í Garðabæ.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert