Efla þarf málörvun barna

Margir þættir spila saman í minni lesskilningi nemenda.
Margir þættir spila saman í minni lesskilningi nemenda. mbl.is/Hari

„Skýr­ing­in er ekki ein­föld. Þetta á sér dýpri ræt­ur en í lesskiln­ingi. Ég held að það vanti upp á málörvun frá því börn eru lít­il og það skil­ar sér í minni áhuga á því að lesa, hlusta á ís­lensku, horfa á og hlusta á ís­lenskt efni. Ég held að þetta eigi sér ræt­ur á heim­il­um og leik­skól­um og haldi svo áfram,“ seg­ir Hug­rún R. Hólm­geirs­dótt­ir, formaður Sam­taka móður­máls­kenn­ara og fram­halds­skóla­kenn­ari, spurð hvað valdi slök­um lesskiln­ingi ís­lenskra ung­menna eins og kom fram í niður­stöðum PISA-könn­unar sem kynnt var í gær.   

Færni ís­lenskra nem­enda í lesskiln­ingi er und­ir pari ef miðað er við meðaltalið í ríkj­um OECD sam­kvæmt niður­stöðum PISA-rann­sókn­ar­inn­ar fyr­ir árið 2018. Íslensk­ir nem­end­ur voru einnig und­ir meðaltali í vís­ind­um en yfir meðaltali OECD-ríkja í stærðfræði. 

Einn af þess­um þátt­um sem hægt er að nýta snemma á skóla­göngu barna er vinna með tal­meina­fræðingi inn í skól­um, að mati Hug­rún­ar. Þeir aðstoða nem­end­ur sem hef­ur bein áhrif á málþorska þeirra. „Þeir geta gert ótrú­lega hluti. Málþroski barna hjálp­ar ekki bara við læsi. Barn sem er ekki er með málþroska á pari við fé­laga sína nær ekki að eiga í djúp­um sam­skipt­um við þá,“ seg­ir Hug­rún. Hvernig við not­um tungu­málið skipt­ir sköp­um í sam­skipt­um. 

Hug­rún seg­ir ábyrgð á minnk­andi lesskiln­ingi nem­enda sé ekki al­farið hægt að varpa á skóla­kerfið og móður­máls­kennslu held­ur sé þetta marg­slungið og sam­spil marg­ar þátta. Hún seg­ir engu að síður ætli stjórn Sam­tak­anna að funda á næst­unni og ræða niður­stöður PISA.

Halda verður bet­ur utan um nem­end­ur með ís­lensku sem annað mál

Skoða þurfi hvort kenn­ara­nem­ar fá nægi­lega mennt­un í ís­lensku, en sú kennsla þarf að vera við hæfi eft­ir því á hvaða skóla­stig­um þeir hyggj­ast kenna. Einn hóp­ur sem kem­ur ekki vel út í PISA eru þeir nem­end­ur sem eru með ís­lensku sem annað mál. Hug­rún seg­ir að halda verði mun bet­ur utan um þann hóp í öllu skóla­kerf­inu og þar þurfi til­finn­an­lega að bæta kennslu­efni við hæfi sem miðar að því efla orðaforða.  

Hug­rún bend­ir einnig á að efla þurfi kennslu­efni í skól­un­um. Það sé ekki bara bundið við náms­efni í ís­lensku. Mennta­mála­stofn­un gef­ur út náms­efni í grunn­skól­um en ekki er hægt að leita til sam­bæri­legr­ar stofn­un­ar um kennslu­efni fyr­ir náms­efni í fram­halds­skól­um. Hún seg­ir að út­gef­end­ur veigri sér við að gefa út nýtt kennslu­efni til að leggja fyr­ir nem­end­ur. Ástæðan er meðal ann­ars sú að það er mis­jafnt milli skóla hvaða efni er kennt og því er hætta á lít­illi út­breiðslu því ekki er sam­ræmi milli þess sem kennt er í skól­um. Kenn­ar­ar eru því stöðugt að finna upp á nýju kennslu­efni í sín­um hóp­um til að ná fram kröf­um nám­skrár um þekk­ingu, hæfni og leikni í ís­lensku, að sögn Hug­rún­ar. 

Spurð hvort náms­efni í grunn­skól­um sé orðið of gam­alt og ein­kenn­ist af of miklu stagli, seg­ist Hug­rún ekki vera sam­mála því þó vissu­lega mætti bæta við fjöl­breytt­ara náms­efni. Til að læra önn­ur tungu­mál þurfa nem­end­ur að hafa góð tök á móður­mál­inu sínu og þekkja mál­fræðihug­tök. Hún seg­ir að það sé hins veg­ar ekki alltaf raun­in, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá kenn­ur­um í öðrum tungu­mál­um. „Og ef það er of mikið stagl þá skil­ar það sér greini­lega ekki alltaf,” seg­ir hún en tek­ur fram að nem­end­ur sem koma upp í fram­halds­skóla séu vissu­lega mis­vel und­ir­bún­ir.  

Hún seg­ir að nem­end­ur verði líka að fá tæki­færi til að „gíma við krefj­andi verk­efni sem reyn­ir á djúp­an skiln­ing frem­ur en að láta mata sig,“ seg­ir hún og tek­ur fram að hún sé bjart­sýn á framtíðina enda ara­grúi af frá­bær­um krökk­um sem eru vel máli farn­ir og hugs­andi.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka