Ekki þarf nýtt umhverfismat

Verksmiðjan er við höfnina, með hráefni og tilbúnum afurðum.
Verksmiðjan er við höfnina, með hráefni og tilbúnum afurðum. mbl.is/Árni Sæberg

Áform Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. um að auka árlegt kalkþörunganám í Arnarfirði til að auka framleiðslu kalkafurða í verksmiðju félagsins á Bíldudal eru ekki háð mati á umhverfisáhrifum, samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar.

Ástæðan er ekki síst sú að þótt framleiðslan sé aukin fer kalkþörunganámið ekki yfir það heildarmagn sem heimild er fyrir, eftir umhverfismat á sínum tíma.

Árleg efnistaka eykst úr 82.500 rúmmetrum í liðlega 139 þúsund rúmmetra á ári. Framleiðsla kalkþörunga í verksmiðjunni fer úr 85 þúsund tonnum í 120 þúsund tonn á ári og eykst því um rúm 40%.

Eftir ítarlega yfirferð yfir starfsemi og áform fyrirtækisins varð það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því skyldi framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert