Ekki vanhugsað að nýta „reynslubolta“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra kveðst ekki sam­mála Úlfari Lúðvíks­syni, for­manni Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands og lög­reglu­stjóra á Vest­ur­landi, en lög­reglu­stjór­inn sagði í kvöld­frétt­um RÚV í gær­kvöldi að það væri „van­hugsað“ af ráðherra að hafa Har­ald Johann­essen, rík­is­lög­reglu­stjóra, áfram sem ráðgjafa.

Áslaug Arna lýs­ir ferl­inu sem leiddi til þess að ákveðið var að Har­ald­ur hætti störf­um sem rík­is­lög­reglu­stjóri um ára­mót og seg­ir að um sam­eig­in­lega ákvörðun þeirra tveggja hafi verið að ræða. 

„Vegna þess geng­um við, að hans ósk, til samn­inga um starfs­lok. Inni í þeim samn­ingi er kveðið á um að ég geti leitað til hans vegna ým­issa mála er tengj­ast lög­regl­unni,“ seg­ir Áslaug Arna.

Hún seg­ir að þrátt fyr­ir ósætti í lög­regl­unni hafi Har­ald­ur mikla reynslu og þekk­ingu á lög­regl­unni í heild sinni. „Hann hef­ur verið þarna í 22 ár og ég held að reynsla hans geti nýst mér,“ seg­ir ráðherra. 

Tek­ur frek­ar und­ir með lög­reglu­stjór­an­um á höfuðborg­ar­svæðinu

„Ég mun taka stefnu­mark­andi ákv­arðanir og leiða þá vinnu áfram sem ég hyggst fara í með lög­regl­unni á næsta ári,“ seg­ir Áslaug Arna og bæt­ir við að hún sé ekki sam­mála orðum Úlfars:

„Ég tek frek­ar und­ir með lög­reglu­stjór­an­um á höfuðborg­ar­svæðinu, sem var þó í þeim hópi lög­reglu­stjóra sem voru ósátt­ir við Har­ald.“

Áslaug Arna seg­ir að um­mæli Úlfars hafi ekki nein áhrif á störf hans og það sé hægt að hafa skoðanir á starfs­loka­samn­ingi Har­ald­ar. 

„Það get­ur vel verið um­deil­an­legt enda á það frek­ar að vera und­an­tekn­ing en ekki regla að svona samn­ing­ar séu gerðir,“ seg­ir Áslaug Arna.

Hún bæt­ir við að Har­ald­ur hafi átti lang­an tíma eft­ir af skip­un sinni og strang­ar regl­ur gildi um op­in­bera starfs­menn en samn­ing­ur­inn sé á grund­velli laga sem tryggi sterka rétt­ar­stöðu op­in­berra starfs­manna.

„Ég er sátt við samn­ing­inn og held að hann og nýtt lög­regluráð komi lög­regl­unni til góða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka