Nemendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af námsmati

Kenn­ar­ar í Val­húsa­skóla felldu niður kennslu í sjö­unda til tí­unda …
Kenn­ar­ar í Val­húsa­skóla felldu niður kennslu í sjö­unda til tí­unda bekk á mánudag vegna óánægju með fram­göngu kjör­inna full­trúa í bæj­ar­stjórn. Bæjarfulltrúar hafa beðist afsökunar og skólastjórnendur segja að nemendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af námsmati nú frekar en áður. Umfjöllunin vikunni hafi engu að síður verið leiðingleg og engum til framdráttar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áhrifamikið lærdómsferli hefur átt sér stað innan Grunnskóla Seltjarnarness (GS) frá því að athugasemdir við námsmat nemenda sem luku námi við skólann síðasta vor tóku að berast og ljóst er að sumar þeirra munu leiða af sér breytingar á námsmati á yfirstandandi skólaári. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinargerð Baldurs Pálssonar, fræðslustjóra Seltjarnarnesbæjar, um niðurstöður greinargerðar Ernu Ingu Pálsdóttur varðandi námsmat í GS síðastliðið vor. 

Kenn­ar­ar í Val­húsa­skóla felldu niður kennslu í sjö­unda til tí­unda bekk á mánudag vegna óánægju með fram­göngu kjör­inna full­trúa í bæj­ar­stjórn. Kenn­ar­ar og stjórn­end­ur skól­ans sögðust ekki treysta sér til að sinna kennslu vegna ummæla bæjarfulltrúa sem þeir hafa látið falla op­in­ber­lega um náms­mat skól­ans. 

Upp­haf málsins má rekja til þess að í vor kvörtuðu for­eldr­ar und­an lokamati fyr­ir 10. bekk­inga og voru ósátt­ir við viðbrögð skól­ans. Er­indið var lagt fyr­ir skóla­nefnd í sum­ar og ákveðið að fá ut­anaðkom­andi skóla­stjóra, Ernu Ingu, til að taka sam­an grein­ar­gerð um náms­mat í skól­an­um. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að ým­is­legt þyrfti að bæta, bæði í náms­mati og upp­lýs­inga­gjöf, en vinn­an við nýtt náms­mat var kom­in vel á veg. 

Á bæj­ar­stjórn­ar­fundi á miðviku­dag­inn í síðustu viku harmaði meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar ágrein­ing sem kom upp um náms­mat í skól­an­um. Í bók­un meiri­hlut­ans eru nem­end­ur og for­eldr­ar beðnir af­sök­un­ar „á því til­finn­inga­lega tjóni og óþæg­ind­um sem það kann að hafa valdið, og af­leiðing­um sem þetta hafði í för með sér“ að því er seg­ir í bók­un­inni. 

Í gær báðust bæjarfulltrúar afsökunar á bókuninni og „harma þann mis­skiln­ing, sem orðið hef­ur, vegna bók­un­ar á síðasta bæj­ar­stjórn­ar­fundi, meðal kenn­ara og bæj­ar­búa þar sem skilja mátti að vegið væri að kenn­ur­um vegna vinnu þeirra við náms­mat síðastliðið vor“.

Ýmislegt hefði betur mátt fara í samskiptum

Í  greinargerð Baldurs segir að ýmislegt hefði betur mátt fara í samskiptum milli foreldra, kennara og stjórnenda við lok síðasta skólaárs. Í greinargerð sinni bendir Erna Inga á að hæfnimiðað nám og námsmat er ólíkt því sem flestir kennarar og foreldrar ólust upp við í sinni skólagöngu. Kvarðinn byggist á bókstöfunum A-D, ólíkt einkunn á skalanum 1-10 líkt og áður var. 

Í greinargerð Ernu segir jafnframt að kennarar í GS taki alvarlega athugasemdir foreldra og ætli að leggja mat á vinnu skólans í námsmati „enda vilja þeir leggja metnað í vinnuna sína og ekki upplifa óöryggi“. 

Einkunnir verði birtar um miðjan vetur og í lok annar

Þær breytingar verða að öllum líkindum á þessu skólaári að nemendum í 10. bekk verða birtar einkunnir um miðjan vetur og námsstaða þeirra sé kunngjörð foreldrum/forráðamönnum þeirra. Að vori þarf að birta einkunnir með nokkurra daga fyrirvara fyrir skólaslit, þannig að ráðrúm gefist til að hitta kennara ef skýringa er óskað á einkunnagjöf og ráðrúm gefist til að gera leiðréttingar ef þörf krefur áður en inntöku í framhaldsskóla lýkur.

Þá mun fræðslustjóri fylgjast með framvindu námsmatsvinnu við GS á skólaárinu og vinna samantekt til skólanefndar við lok þess. 

Óhætt er að fullyrða að málið hafi valdið töluverðu uppþoti í skólanum í vikunni en í  tölvupósti sem skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness sendi á nemendur skólans og foreldra þeirra í dag er þeim þakkað fyrir að hafa sýnt starfsfólki skólans stuðning síðustu daga. „Þessi leiðinlega umfjöllun sem skólinn hefur hlotið í fjölmiðlum er engum til framdráttar,“ segir jafnframt í póstinum. 

Rætt hefur verið við 10. bekkinga í skólanum og í framhaldinu verður lögð áhersla á að nemendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af námsmati nú frekar en áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert