Embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari á fundi í Karphúsinu.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari á fundi í Karphúsinu. mbl.is/Hari

Félagsmálaráðuneytið hefur auglýst embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun skipa í embættið til fimm ára. Umsóknir verða metnar af sérstakri ráðgefandi hæfnisnefnd sem ráðherra skipar.

Í auglýsingunni segir að ríkissáttasemjari starfi á grundvelli laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með síðari breytingum. Hann annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar. Skal þess því gætt að afstaða hans sé slík að telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Enn fremur er lögð áhersla á forystuhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum, að því er félagsmálaráðuneytið greinir frá. 

Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um embættið.

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert