Milljónir í bílaleigubíla

Sumir þingmenn þurfa að aka heim og aðrir um kjördæmið.
Sumir þingmenn þurfa að aka heim og aðrir um kjördæmið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Aksturskostnaður alþingismanna á eigin bifreiðum hefur minnkað mikið og er nú aðeins brot af því sem hann var á árunum 2017 og fyrr. Á móti hefur kostnaður við bílaleigubíla aukist verulega en samt hefur heildarkostnaður vegna aksturs þingmanna minnkað stórlega.

Kostnaður við bílaleigubíla fyrir þingmenn er nú orðinn um 20 milljónir kr. á ári. Á árinu 2018 var aksturskostnaður alþingismanna tæplega 31 milljón kr. Kostnaðurinn hafði minnkað um 12 milljónir frá árinu áður en á árunum 2013 til 2016 var hann mun hærri eða allt frá 68 og niður í um 50 milljónir. Fyrstu tíu mánuði ársins í ár kostaði aksturinn 25 milljónir.

Grundvallarbreyting hefur orðið á samsetningu kostnaðarins eftir að Alþingi breytti reglum sínum í byrjun árs 2018. Þeir þingmenn sem mest aka fengu bílaleigubíla á langtímaleigu. Það varð til þess að kostnaður þingsins við akstur þingmanna á eigin bílum hríðféll en í staðinn jókst umtalsvert kostnaður við bílaleigubíla og eldsneyti, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þingið sparar fjármuni

„Mér finnst þetta nýja fyrirkomulag ganga framúrskarandi vel. Það sem er jákvæðasst í þessu er að þingið nær markmiðum sínum, að spara umtalsverða fjármuni,“ segir Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti Alþingis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka