Segja búvörulög þurfa heppilegri farveg

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hópur félagasamtaka hefur sent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, yfirlýsingu þar sem tekið er fram að frumvarp Kristjáns um breytingu á búvörulögum og tollalögum eigi ekki að samþykkja í núverandi mynd. 

Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi 14. nóvember og felur meðal annars í sér breytingu á úthlutun tollkvóta.

Bændasamtök Íslands, Félag atvinnurekenda, Félag eggjabænda, Félag kjúklingabænda, Félag svínabænda, Landssamband kúabænda, Landssamband sauðfjárbænda, Neytendasamtökin, Samband garðyrkjubænda, Samtök iðnaðarins og Sölufélag garðyrkjumanna standa að yfirlýsingunni. 

„Undirritaðir aðilar eru sammála um að það frumvarp sem nú liggur fyrir um breytingu á búvörulögum og tollalögum, 382. mál, eigi ekki að samþykkja í núverandi mynd.  Nauðsynlegt er að vinna málið áfram og finna því heppilegri farveg, m.a. til að bregðast við mögulegum frávikum sem alltaf kunna að koma upp í búvöruframleiðslu, sem háð er veðurfari og öðrum ytri aðstæðum,“ segir í yfirlýsingunni. 

Þá segist hópurinn gjarnan vilja koma að frekari vinnu með frumvarpið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert