Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi frávísunarkröfu Sunshine press ehf. (SPP) í máli gegn Datacell. Í málinu er m.a. deilt um 540 milljóna kr. kyrrsetningarðgerð. Í úrskurði héraðsdóms segir að ljósi þess að kyrrsetningin hafi verið endurupptekin sé gerðinni ekki lokið og því verði ekki komist hjá því að vísa málinu frá dómi.
Í úrskurðinum kemur jafnframt fram, að í júlí féllst sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á kröfu Datacell í málinu um kyrrsetningu liðlega fimmhundruð milljón króna kröfu SPP á hendur Valitor en fjárhæðina átti að inna af hendi sama dag. SPP og Datacell sáu um greiðslugátt fyrir Wikileaks og Valitor var færsluhirðir fyrir félögin.
Í ágúst sl. féllst sýslumaður á kröfu um endurupptöku gerðarinnar þar sem umrædd krafa var veðsett þriðja aðila sem átti þess ekki kost að koma fram mótmælum gegn kyrrsetningunni meðan á henni stóð. Því hafi brostið heimild til að kyrrsetja eign gerðarþola með vísan til 4. gr. 22. gr kyrrsetningarlaga.
Fyrirsvarsmaður gerðarbeiðanda krafðist frestunar en sýslumaður hafnaði kröfunni. Datacell fór með málið fyrir héraðsdóm en málinu var vísað frá héraðsdómi.
Niðurstaða dómsins var að í ljósi þess að kyrrsetningin hafi verið endurupptekin sé gerðinni ekki lokið. Þannig sé um að ræða réttindi sem ekki séu orðin til í skilningi 26. gr. laga um meðferð einkamála, sbr. 25. gr. sömu laga.
Þegar af þessum sökum verði ekki komist hjá því að vísa málinu frá dómi.