Hefur tekist „vonum framar“

Hjá Sjóvá hefur sú leið verið farin að stytta vinnutíma …
Hjá Sjóvá hefur sú leið verið farin að stytta vinnutíma á föstudögum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta hefur gengið mjög vel með einhverjum undantekningum þó,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Um nýliðin mánaðamót rann út frestur sem gefinn var til útfærslu styttingar vinnuvikunnar sem samið var um í lífskjarasamningum í vor. Í tilfelli VR var samið um að vinnudagurinn styttist um níu mínútur á dag fyrir starfsmann í fullu starfi. Atvinnurekendur og starfsfólk áttu svo að finna útfærslu á hverjum vinnustað fyrir sig áður en styttingin tekur gildi um áramótin.

Ragnar segir að í heild hafi gengið vel að finna útfærslur á styttingunni og víða hafi hún þegar tekið gildi. „Það er margar mismunandi útfærslur á styttingunni sem við höfum séð og fullt af hugmyndum sem komið hafa upp sem okkur hafði ekki hugkvæmst. Það er jákvætt í alla staði. Þetta hefur tekist vonum framar,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Algengasta útfærslan virðist vera sú að fyrirtæki stytta afgreiðslutíma sinn á föstudögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert