Hefur tekist „vonum framar“

Hjá Sjóvá hefur sú leið verið farin að stytta vinnutíma …
Hjá Sjóvá hefur sú leið verið farin að stytta vinnutíma á föstudögum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta hef­ur gengið mjög vel með ein­hverj­um und­an­tekn­ing­um þó,“ seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR.

Um nýliðin mánaðamót rann út frest­ur sem gef­inn var til út­færslu stytt­ing­ar vinnu­vik­unn­ar sem samið var um í lífs­kjara­samn­ing­um í vor. Í til­felli VR var samið um að vinnu­dag­ur­inn stytt­ist um níu mín­út­ur á dag fyr­ir starfs­mann í fullu starfi. At­vinnu­rek­end­ur og starfs­fólk áttu svo að finna út­færslu á hverj­um vinnustað fyr­ir sig áður en stytt­ing­in tek­ur gildi um ára­mót­in.

Ragn­ar seg­ir að í heild hafi gengið vel að finna út­færsl­ur á stytt­ing­unni og víða hafi hún þegar tekið gildi. „Það er marg­ar mis­mun­andi út­færsl­ur á stytt­ing­unni sem við höf­um séð og fullt af hug­mynd­um sem komið hafa upp sem okk­ur hafði ekki hug­kvæmst. Það er já­kvætt í alla staði. Þetta hef­ur tek­ist von­um fram­ar,“ seg­ir hann í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Al­geng­asta út­færsl­an virðist vera sú að fyr­ir­tæki stytta af­greiðslu­tíma sinn á föstu­dög­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka