Jafnréttismiðuð fyrirtæki fái skattaafslátt

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. mbl.is/Eggert

Sjö þing­menn Viðreisn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Pírata hafa lagt fram frum­varp um lækk­un trygg­inga­gjalds á jafn­rétt­ismiðuð fyr­ir­tæki. Verði það að lög­um munu þau fyr­ir­tæki fá 0,5 pró­sentu­stiga af­slátt af gjald­inu, en trygg­inga­gjald er nú 4,9% og leggst á all­ar launa­greiðslur.

Meðal skil­yrða sem fyr­ir­tæki þurfa að upp­fylla til að geta sótt um lækk­un eru að þau hafi í gildi jafn­rétt­isáætl­un og gilda jafn­launa­vott­un, auk þess sem hlut­fall stjórn­enda af hvoru kyni sé ekki hærra en 60%, ann­ars veg­ar í fram­kvæmda­stjórn, og hins veg­ar meðal al­mennra stjórn­enda. Fyr­ir­tæki með færri en 25 starfs­menn yrðu þó und­anþegin skil­yrðinu um jafn­launa­vott­un.

Fyrsti flutn­ings­maður er Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar og fyrr­ver­andi fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir að því sé ætlað að skapa já­kvæðan hvata til að taka jafn­rétt­is­mál föst­um tök­um. Efn­is­leg rök eru fyr­ir því að fyr­ir­tæki sem hafi náð betra jafn­vægi milli kynja greiði lægra trygg­inga­gjald, þar sem aukið jafn­vægi kynja í stjórn­un­ar­stöðum sé til þess fallið að draga úr óleiðrétt­um launamun kynj­anna og minnka þar með vægi al­manna­trygg­inga í líf­eyr­is­greiðslum, seg­ir í grein­ar­gerð, þar sem bent er á að kon­ur reiði sig í rík­ara mæli en karl­ar á líf­eyr­is­greiðslur al­manna­trygg­inga.

Hlut­fall kvenna í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja í fyrra var 33,5% meðal fyr­ir­tækja sem telja fleiri en 50 starfs­menn, en 25,9% í fyr­ir­tækj­um með 50 eða færri starfs­menn. 

Tekjutap rík­is­ins af frum­varp­inu réðist vit­an­lega af þeim fjölda fyr­ir­tækja sem upp­fylltu skil­yrðin, en í grein­ar­gerð seg­ir að lækk­un­in næmi 8 millj­örðum króna á árs­grund­velli ef öll fyr­ir­tæki lands­ins upp­fylltu það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka