Ríkið byggir útsýnispall við Sólheimajökul

Sólheimajökull. Göngustígurinn frá bílastæðum að útsýnisstað við jökulinn þarfnast lagfæringar. …
Sólheimajökull. Göngustígurinn frá bílastæðum að útsýnisstað við jökulinn þarfnast lagfæringar. Fólki verður beint að nýjum útsýnispalli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkomulag hefur tekist um að byggja útsýnispall við Sólheimajökul og endurgera göngustíginn sem liggur þangað frá bílastæðunum. Landeigendur og ríkið standa saman að framkvæmdinni.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, kynnti í ríkisstjórninni í gærmorgun tilraunaverkefni til að bæta aðgengi og auka öryggi á ferðamannastöðum. Fyrir valinu varð útsýnispallur og göngustígur við Sólheimajökul.

Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvegaráðuneytinu er málið unnið í samvinnu við landeigendur og hagaðila á svæðinu. Göngustígurinn er á landi í einkaeigu en útsýnispallurinn á þjóðlendu.

Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins leggur ríkið allt að 12 milljónum í verkefnið sem mun vera um 70% af kostnaði við tilgreint verkefni. Benedikt Bragason, á Ytri-Sólheimum sem er einn landeigenda, segir að þeir muni leggja í meiri kostnað og reiknar með að sá kostnaður verði jafn mikill og ríkið leggur til, að því er fram kemur í Morgubaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka