Sammála um gagnrýni en ekki rök fyrir henni

Áhyggjulausar úða kýrnar í sig ferskt og hæfilega rakt grængresi.
Áhyggjulausar úða kýrnar í sig ferskt og hæfilega rakt grængresi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við þurfum að hlusta vel eftir þessum áhyggjuröddum og ég legg áherslu á að reynt verði að ná samkomulagi um málið. Við gerum þessa breytingu ekki nema í sæmilegri sátt við þessi félög,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, annar varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis og framsögumaður nefndarinnar, í umfjöllun um frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á fyrirkomulagi tollkvóta í landbúnaði.

Ellefu ólík samtök í landbúnaði, viðskiptum og iðnaði, auk Neytendasamtakanna hafa sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem lýst er þeirri skoðun að ekki eigi að samþykkja frumvarpið í núverandi mynd. Nauðsynlegt sé að vinna málið áfram og finna því heppilegri farveg, meðal annars til að bregðast við mögulegum frávikum sem alltaf kunna að koma upp í búvöruframleiðslu sem háð er veðurfari og öðrum ytri aðstæðum.

„Þessi gagnrýni kemur að vissu leyti á óvart, ekki síst í ljósi þess að frumvarpið er byggt á tillögum starfshóps sem hluti þessara félaga átti aðild að. Síðan eru aðrir aðilar sem hafa lagt áherslu á að frumvarpið verði samþykkt óbreytt,“ segir Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra. „Þannig að þarna takast á ólíkir hagsmunir og það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að bæði ég og atvinnuveganefnd hlustum eftir sjónarmiðum um hvað megi betur fara.“ Hann hefur boðað hópinn til fundar, að því er fram kemur í Mmorgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert