Systkini jafna met

Systkinin Anna og Lárus. Myndin var tekin 2018.
Systkinin Anna og Lárus. Myndin var tekin 2018.

Systkin­in Anna og Lár­us Sig­fús­börn, frá Stóru-Hvalsá í Stranda­sýslu, jafna í dag ald­urs­met systkin­anna Mar­grét­ar og Fil­ippus­ar Hann­es­ar­barna frá Núpsstað sem urðu sam­tals 206 ára og 19 daga.

Lár­us Sig­fús­son, fyrr­ver­andi ráðherra­bíl­stjóri, fædd­ist 5. fe­brú­ar 1915 og er því 104 ára. Hann er elst­ur núlif­andi karla á Íslandi og næ­stelst­ur allra Íslend­inga. Anna, syst­ir hans og fyrr­ver­andi græn­met­is­bóndi, fædd­ist 12. júní 1918 og er því 101 árs.

Næ­stelstu núlif­andi systkin­in eru Hild­ur Sol­veig Páls­dótt­ir og Jón­inna Mar­grét Páls­dótt­ur, sam­an­lagt 202 ára. Þær eru ættaðar úr Stykk­is­hólmi en bú­sett­ar í Reykja­vík. Móðir þeirra varð 101 árs, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Jónas­ar Ragn­ars­son­ar rit­stjóra.

Upp­fært: Ábend­ing barst um að þau Mar­grét og Fil­ipp­us Hann­es­ar­börn hefðu sam­an­lagt orðið 207 ára og 196 daga og því væri frétt­in röng. Hér er hins veg­ar verið að fjalla um jöfn­un mets á sam­an­lögðum aldri systkina, sem bæði eru á lífi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert