Vandaðar og fágætar bækur á uppboði

Ari Gísli Bragason.
Ari Gísli Bragason.

Fáar og fáséðar bækur, alls 65 númer, eru á nýjasta bókauppboðinu á vefnum uppbod.is. Uppboðið er samvinnuverkefni Gallerís Foldar og Bókarinnar-Antikvariats.

Ari Gísli Bragason fornbókasali sérvaldi bækurnar. Hann nefndi sérstaklega öskju með nokkrum bókum sem prentaðar voru á Hólum, Leirá, Beitistöðum, Viðey og Eyrarbakka. Allt eru það fágæt rit og eru prentgripirnir frá Beitistöðum mjög torfengnir.

Ein bókanna frá Beitistöðum er hluti af verkinu Gaman og alvara sem Magnús Stephensen stóð að á sínum tíma. Óvenjulegt er að bjóða upp undir einu númeri nokkurn fjölda svo fágætra rita, að því er fram kemur í umfjöllun um uppboðið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert