Andlát: Kristmundur Bjarnason

Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg.
Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg.

Krist­mund­ur Bjarna­son, rit­höf­und­ur og fræðimaður á Sjáv­ar­borg í Skagaf­irði, lést á Dval­ar­heim­il­inu á Sauðár­króki 4. des­em­ber sl., 100 ára að aldri.

Krist­mund­ur fædd­ist á Reykj­um í Tungu­sveit 10. janú­ar 1919. For­eldr­ar hans voru Krist­ín Sveins­dótt­ir og Bjarni Krist­munds­son en fóst­ur­for­eldr­ar voru sr. Tryggvi H. Kvar­an á Mæli­felli og Anna Gr. Kvar­an.

Krist­mund­ur gekk hefðbundna skóla­göngu í heima­héraði en lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1940. Frá ár­inu 1949 var Krist­mund­ur bóndi á Sjáv­ar­borg og stundaði fræðimennsku og ritstörf meðfram bú­störf­um. Hann varð fyrsti héraðsskjala­vörður Skag­f­irðinga og sinnti því starfi allt til árs­ins 1990.

Krist­mund­ur varð landsþekkt­ur fyr­ir fræðastörf sín og skil­ur hann eft­ir sig fjölda rit­verka sem lengi fram­an af voru unn­in meðfram anna­söm­um bú­störf­um. Þegar á náms­ár­um sín­um fékkst hann við þýðing­ar á barna- og ung­linga­bók­um og má þar nefna bóka­flokka eft­ir Enid Blyt­on og sög­una af Stik­ils­berja-Finni eft­ir Mark Twain. Um­fangs­mesti hluti rit­starf­anna var helgaður sagn­fræði og þjóðleg­um fróðleik. Af viðamikl­um verk­um Krist­mund­ar má nefna, án upp­röðunar: Saga Þor­steins frá Skipalóni, Jón Ósmann ferjumaður, Saga Sauðár­króks til árs­ins 1947, Saga Dal­vík­ur, Sýslu­nefnda­saga Skaga­fjarðar, Svip­mynd­ir úr sögu Gríms Thomsen, Sauðár­króks­kirkja og for­mæður henn­ar, auk ótölu­legs fjölda greina í blöðum og tíma­rit­um.

Síðasta stór­virki Krist­mund­ar var rit­verkið Amt­maður­inn á ein­búa­setr­inu, ævi­saga Gríms Jóns­son­ar, amt­manns á Möðru­völl­um, sem kom út á 90 ára af­mæli hans. Í til­efni 100 ára af­mæl­is Krist­mund­ar gaf Sögu­fé­lag Skag­f­irðinga út bernskuminn­ing­ar hans, Í barn­sminni - minn­ingaslit­ur frá bernsku­ár­um. Sölvi Sveins­son annaðist út­gáf­una en bók­ina ritaði Krist­mund­ur á ár­un­um 2005-2006.

Krist­mund­ur var heiðurs­fé­lagi Sögu­fé­lags Skag­f­irðinga og hlaut marg­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir sín störf, m.a. Viður­kenn­ingu Hagþenk­is og Sam­fé­lags­verðlaun Skaga­fjarðar.

Eig­in­kona Krist­mund­ar var Hlíf Ragn­heiður Árna­dótt­ir, f. 1921, en hún lést árið 2013. Dæt­ur þeirra eru Heiðbjört, Guðrún Björg og Bryn­dís Helga. Barna­börn­in eru 9 tals­ins og barna­barna­börn­in 20.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka