Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins rennur út á miðnætti í dag. Fresturinn var framlengdur um viku. Síðast sóttu 39 einstaklingar um og þar af bárust um 5 til 6 umsóknir á síðustu tveimur klukkustundunum eða frá 22 til miðnættis, samkvæmt upplýsingum frá Kára Jónssyni, formanni stjórnar RÚV.
Ekki liggur fyrir hversu margir umsóknir hafa þegar borist en Capacent tekur á móti umsóknum. Reiknað er með að umsóknirnar berist stjórn RÚV í vikunni en ekki er komin nákvæmari tímasetning.
Ekki verða birt nöfn umsækjenda. Gerðar voru athugasemdir við það og í síðustu viku úrskurðaði æurskurðarnefnd upplýsingamála að Ríkisútvarpinu hafi verið heimilt að leyfa umsækjendum um starf útvarpsstjóra að njóta nafnleyndar. Staðan var auglýst 15. nóvember en fresturinn var framlengdur um viku eða til og með miðnættis í dag, 9. nóvember.