Fresturinn rennur út á miðnætti

Síðast þegar staðan var auglýst bárust 39 umsóknir.
Síðast þegar staðan var auglýst bárust 39 umsóknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins rennur út á miðnætti í dag. Fresturinn var framlengdur um viku. Síðast sóttu 39 einstaklingar um og þar af bárust um 5 til 6 umsóknir á síðustu tveimur klukkustundunum eða frá 22 til miðnættis, samkvæmt upplýsingum frá Kára Jónssyni, formanni stjórnar RÚV. 

Ekki liggur fyrir hversu margir umsóknir hafa þegar borist en Capacent tekur á móti umsóknum. Reiknað er með að umsóknirnar berist stjórn RÚV í vikunni en ekki er komin nákvæmari tímasetning.

Ekki verða birt nöfn umsækjenda. Gerðar voru athugasemdir við það og í síðustu viku úrskurðaði æursk­urðar­nefnd upp­lýs­inga­mála að Rík­is­út­varp­inu hafi verið heim­ilt að leyfa um­sækj­end­um um starf út­varps­stjóra að njóta nafn­leynd­ar. Staðan var aug­lýst 15. nóv­em­ber en fresturinn var framlengdur um viku eða til og með miðnættis í dag, 9. nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert