Hagkvæmt að auka aflið

Sultartangastöð. Unnt er að nýta vatnið betur í virkjuninni.
Sultartangastöð. Unnt er að nýta vatnið betur í virkjuninni. Ljósmynd/Landsvirkjun

Stækk­un Sult­ar­tanga­stöðvar sem Lands­virkj­un er að und­ir­búa get­ur aukið afl virkj­un­ar­inn­ar um 8 mega­vött án nokk­urs jarðrasks eða fram­kvæmda við mann­virki. Áætlað er að aðgerðin kosti und­ir 40 millj­ón­um kr. og er því afar hag­kvæm­ur kost­ur.

Búr­fells­stöð var stækkuð á ár­un­um 2016 til 2018 með því að nýta bet­ur það vatn sem í gegn­um stöðina fer. Við það jókst virkjað rennsli í 380 rúm­metra á sek­úndu. Sult­ar­tanga­stöð er næsta stöð fyr­ir ofan Búr­fells­stöð og nýt­ir vatn bæði úr Tungnaá og Þjórsá og er há­marks­rennsli henn­ar 322 m3/​s. Komi til þess að keyra þurfi Búr­fells­stöð á full­um af­köst­um verður að hleypa vatni um far­veg Þjórsár frá Sult­ar­tangalóni að inn­taki Búr­fells­stöðvar. Við það mun vatn renna óvirkjað fram­hjá Sult­ar­tanga­stöð.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­virkj­un geta skap­ast áskor­an­ir þegar vatni er hleypt þessa leið að vetr­ar­lagi, þegar snjór og ís er í far­vegi, sem geta valdið krapa­flóði og erfiðleik­um við Ísa­kot, inn­tak Búr­fells­stöðvar, og þar með rekstr­artrufl­un­um í stöðinni, að því er fram kem­ur í  Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert