Tenging við Pólland langsótt

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra seg­ir það vera af og frá að tengja Lands­rétt­ar­málið svo­kallaða við óeðli­leg póli­tísk af­skipti fram­kvæmda­valds­ins af skip­an dómsvalds­ins og að sú afstaða rík­is­stjórn­ar­inn­ar komi skýrt fram í grein­ar­gerð dóms­málaráðuneyt­is­ins til yf­ir­deild­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Seg­ist hún jafn­framt vera þeirr­ar skoðunar að Lands­rétt­ar­málið eigi ekk­ert skylt við máls­at­vik í Póllandi. Rík­is­stjórn­in, sem áfrýjaði niður­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins um að dóms­málaráðherra hefði brotið lög við skip­an dóm­ara í Lands­rétt, af­greiddi grein­ar­gerð vegna áfrýj­un­ar­inn­ar á föstu­dag­inn var. Málið verður tekið fyr­ir hjá Yf­ir­deild­inni hinn 5. fe­brú­ar.

„Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn klofnaði í af­stöðu sinni í neðri deild­inni og við telj­um minni­hluta­álitið þar vera vel rök­stutt. Þar kem­ur meðal ann­ars fram að álit Hæsta­rétt­ar varðandi túlk­un á ís­lensk­um lög­um um að dóm­ar­arn­ir séu lög­lega skipaðir sé rétt niðurstaða,“ seg­ir Áslaug í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka