Fárviðri gengur nú yfir landið og mbl.is fylgist grannt með gangi mála. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu um allt land í gær, er „sprengilægðin“ lét finna fyrir sér, auk þess sem eignatjón varð talsvert.
Í dag, miðvikudag, er rauð veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands í gildi á Norðurlandi eystra, auk þess sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir hættustigi.
Hér að neðan má sjá allar nýjustu fréttir af stöðu mála frá blaðamönnum mbl.is, auk annarra uppfærslna af ofsaveðrinu.
Lesendur eru hvattir til þess að senda ritstjórn mbl.is myndir eða myndskeið úr sínu nærumhverfi á netfrett@mbl.is, eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is.