Fylgstu með lægðinni fara yfir

Staðan rétt eftir klukkan átta í morgun. Spáð er aftakaveðri …
Staðan rétt eftir klukkan átta í morgun. Spáð er aftakaveðri víða á landinu í dag og er fólk beðið um að fylgjast vel með viðvörunum og veðurspám. Skjáskot/Windy.com

Aftakaveðri er spáð um allt land í dag og er veður tekið að versna við norðurströndina og á utanverðum Vestfjörðum.

Appelsínugul viðvörun verður í gildi í öllum landshlutum vegna veðurs síðar í dag nema á Norðurlandi vestra og Ströndum þar sem rauð viðvörun gildir frá klukkan 17. Þetta er í fyrsta sinn sem rauð viðvörun er gefin út vegna veðurs. 

Uppfært:

Veður­stofa Íslands í sam­ráði við al­manna­varn­ir hækkaði fyrr í dag viðvör­un­arstig á Norður­landi eystra og er það nú rautt. Viðvör­un­in er í gildi til há­deg­is á morg­un. Þá er rauð viðvör­un einnig í gildi á Norður­landi vestra og á Strönd­um. Sú stend­ur þó aðeins til klukk­an eitt í nótt.

Hér má fylgjast með lægðinni fara yfir: 

Norðanstórhríð er spáð á öllu landinu nema á Ströndum og …
Norðanstórhríð er spáð á öllu landinu nema á Ströndum og Norðurlandi vestra þar sem von er á norðanofsaveðri og hríð. Kort/Veðurstofan

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert