Handtekin vegna tengsla við Samherjamálið

Angóla og Namibía eru nágrannaþjóðir.
Angóla og Namibía eru nágrannaþjóðir. Kort/Google

Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla, Victória de Barros Neto, vegna tengsla hennar við Samherjamálið.

Bankareikningar hennar, eiginmanns hennar og barna hafa einnig verið frystir.

Það var dómari í Windhoek í Namibíu sem gaf út handtökuskipunina en ráðherranum fyrrverandi var vikið frá störfum í janúar síðastliðnum, að því er Angop greindi frá.

Hópur frá Angóla og Namibíu vinnur nú að rannsókn málsins og aðildar Neto að spillingu, skattsvikum og peningaþvætti, sem tveir fyrrverandi ráðherrar frá Namibíu hafa þegar verið sakaðir um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert