„Stöndum okkar plikt“

Tveir snjóbílar voru í gærkvöldi sendir úr Reykjavík norður í …
Tveir snjóbílar voru í gærkvöldi sendir úr Reykjavík norður í land. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við stönd­um okk­ar plikt,“ seg­ir Ármann Gunn­ars­son á Sigluf­irði, slökkviliðsstjóri Fjalla­byggðar. Sig­fús Ingi Sig­fús­son, sveit­ar­stjóri Skaga­fjarðar, seg­ir: „Við höf­um ekki fengið svona viðvör­un áður, en ég vona að við séum í stakk bún­ir til að tak­ast á við þetta.“ Báðir ræða um óveðrið sem spáð er í dag.

Versta veðrinu er spáð á spásvæðinu Strand­ir og Norður­land vestra, ofsa­veðri sem kall­ar á rauða viðvör­un frá klukk­an 17 í dag og fram yfir miðnætti. Er þetta í fyrsta skipti sem Veður­stof­an gef­ur út viðvör­un á hæsta stigi síðan byrjað var að gefa út lita­merkt­ar veðurviðvar­an­ir fyr­ir tveim­ur árum. Í all­an dag og fram að há­degi á morg­un verður norðan stór­hríð, þótt ekki sé hæsta viðvör­un í gildi nema hluta tím­ans. Auk óveðurs­ins lýsti Veður­stof­an yfir óvissu­ástandi vegna snjóflóðahættu á Mið-Norður­landi.

Eng­ir skól­ar eða leik­skól­ar verða starf­andi í Skagaf­irði í dag og íþrótta­mann­virki eru lokuð. Sama á við mörg önn­ur sveit­ar­fé­lög. Bú­ist er við mik­illi ofan­komu og að veg­ir lok­ist þannig að fólk verði inni­lokað. Íbúum er ráðlagt að halda kyrru fyr­ir.

Börn­in verði sótt í skóla

Rík­is­lög­reglu­stjóri og all­ir lög­reglu­stjór­ar lands­ins lýstu yfir óvissu­stigi al­manna­varna á land­inu, í takti við veður­spá. Bú­ist er við víðtæk­um trufl­un­um á sam­göng­um um allt land í dag og í fyrra­málið. Veg­um að höfuðborg­ar­svæðinu verður lokað í varúðarskyni og það sama á við um vegi víða um land. Milli­landa­flug og inn­an­lands­flug fell­ur niður síðdeg­is.

Skóla- og frí­stund­astarf í Reykja­vík mun rask­ast frá há­degi í dag. Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli eft­ir klukk­an 15. For­eldr­ar og for­ráðamenn barna eru beðnir um að sækja börn sín strax að skóla­degi lokn­um. Svipaðar til­kynn­ing­ar hafa verið gefn­ar út hjá fleiri sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert