Viss líkindi með Heklu og Hvítey

Nokkrir tugir ferðamanna voru í Hvítey þegar skyndilega varð þar …
Nokkrir tugir ferðamanna voru í Hvítey þegar skyndilega varð þar sprengigos í gær. Að minnsta kosti fimm þeirra létust í gosinu. AFP

Minnst fimm létust og átta ferðamanna var saknað eftir sprengigos í eldfjallaeynni Whakaari eða Hvítey við Norðurey Nýja-Sjálands í gær. Hvítey hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna. Hópur þeirra var inni í gígnum þegar eldgosið hófst í gær. Eldfjallið gaus síðast 2016.

„Þetta er bara lítið gos,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, í umfjöllun um eldgosið í Hvítey, í Morgunblaðinu í dag. Hann sagði að eldfjallið væri gamalt og hefði lengi verið virkt. Af hvítum gosmekkinum mætti ráða að kvikan hefði komist í snertingu við sjó. Einnig kom upp mikil aska.

Gosið minnti Pál á mannskætt sprengigos sem varð 2014 í Ontake, vinsælum ferðamannastað í Japan. Þar fórust 57 manns og sex til viðbótar var saknað.

„Við eigum okkar útgáfu af þessu sem er Hekla og ferðamennskan þar,“ sagði Páll. Hekla er talin geta gosið með skömmum fyrirvara. Páll benti á að oftast væri ferðafólk á göngu í hlíðum Heklu og setti sig með því í hættu. Auk þess væri mikil umferð flugvéla yfir þetta frægasta eldfjall Íslands. Páll taldi að af íslenskum eldfjöllum kæmist Hekla einna næst því að líkjast Hvítey.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka