20 stæður í Dalvíkurlínu brotnar

Unnið að viðgerð á Dalvíkurlínu eftir óveðrið.
Unnið að viðgerð á Dalvíkurlínu eftir óveðrið. Ljósmynd/Landsnet

Dalvíkurlína er enn úti og Landsnet reiknar með því að það taki einhverja daga að koma henni aftur í rekstur. Rafmagnslaust er víðast hvar á Norðurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir landið.

Samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, er forgangsmál að koma línunni inn aftur.

Dalvíkurlína er enn úti.
Dalvíkurlína er enn úti. Ljósmynd/Landsnet

Talið er að um 20 stæður á línunni, sem liggur á milli Akureyrar og Dalvíkur, séu brotnar.

Áður hafði verið greint frá raflínum sem hafi legið niðri yfir vegi við Dalvík. Fylgst er með línunni en lífshættulegt er ef lína liggur yfir veg og rafmagn er á henni. Ekkert rafmagn er hins vegar á umræddri línu.

Ljósmynd/Landsnet
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert