Ekki tilbúin að blása veðrið af

Vegum á Suðausturlandinu er lokað vegna veðurs.
Vegum á Suðausturlandinu er lokað vegna veðurs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurfræðingar telja að versta veðrið hafi ekki enn gengið yfir Suðausturland en farið er að draga úr vindi í öðrum landshlutum. Þó eru viðvaranir í gildi í öllum landshlutum nema á suðvesturhorninu.

„Það er farið að draga úr vindi. Við erum enn með viðvaranir í gildi á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Þó aðþað sé að draga úr vindi er búist við hríðarveðri og leiðinlegu færi og aðstæðum alveg fram á kvöld,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðufræðingur á Veðurstofu Íslands, við mbl.is.

„Spárnar á Suðausturlandi hafa ekki alveg skilað sér í mæla,“ segir Birta. Hún bendir á að þrátt fyrir það hafi mælst 28 m/s á Höfn skömmu eftir hádegið og veðurfræðingar eru með svæðið í „gjörgæslu“.

Hún segir að það séu meiri lílkur á því að vindurinn brotni niður á landi seinnipartinn en hingað til virðist hann frekar hafa brotnað úti á sjó. 

„Við teljum að þetta sé ekki búið á Suðausturlandi en það er mjög erfitt að fást við þetta í norðvestanáttinni. Við erum ekki tilbúin að blása þetta af.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert