Herdís meðal umsækjenda

Herdís Þorgeirsdóttir.
Herdís Þorgeirsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er meðal þeirra sem sóttu um starf útvarpsstjóra. Rík­is­út­varpið til­kynnti í gær að 41 hefði sótt um stöðuna. Herdís staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Herdís er doktor í lögum með tjáningarfrelsi fjölmiðla sem sérsvið. Hún er einnig menntaður stjórnmálafræðingur með framhaldsmenntun frá Bandaríkjunum. Herdís er fyrrverandi lagaprófessor, með réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður.

Hún er sérfræðingur á sviði vinnuréttar og jafnréttismála fyrir Evrópusambandið og hefur komist til æðstu metorða í Feneyjanefnd Evrópuráðsins sem er nefnd lögspekinga í stjórnskipun og mannréttindum. Herdís var fyrsti ritstjóri Mannlífs og síðan útgefandi og ritstjóri Heimsmyndar. 

Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoðarmaður fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og fjöl­miðlakona, er einnig meðal um­sækj­enda um stöðu út­varps­stjóra Rík­is­út­varps­ins.

Rík­is­út­varpið hyggst ekki gefa út lista með nöfn­um um­sækj­enda, en Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, leik- og fjöl­miðlakona, og Elín Hirst hafa báðar til­kynnt að þær hafi sótt um stöðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert