Samgöngur fóru úr skorðum um allt land

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og sjúkraflutningamenn voru meðal þeirra sem aðstoðuðu ökumenn …
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og sjúkraflutningamenn voru meðal þeirra sem aðstoðuðu ökumenn á götum borgarinnar í mars 2013. mbl.is/Golli

„Því fyrr sem við sendum út tilkynningar, þeim mun betra. Þær hefðu mátt fara út fyrr, en veðrið kom okkur í opna skjöldu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, eftir mikinn veðurhvell í mars 2013.

Miðvikudaginn 6. mars það ár fóru samgöngur úr skorðum um allt land þegar lægð gekk inn á landið. Var þetta versti veðurhvellur á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2000. Verst var ástandið á höfuðborgarsvæðinu þar sem umferðarþunginn var mestur. Aðalleiðir tepptust vegna umferðaróhappa og ökutækja sem ekki komust leiðar sinnar vegna skafrennings og féllu strætisvagnaferðir niður með öllu. Alls voru 64 snjóruðningstæki á götunum.

Um 150 til 200 björgunarsveitarmenn voru að störfum á höfuðborgarsvæðinu, auk annars hjálparliðs, m.a. við að aðstoða fólk í ófærðinni. Aðalleiðum út frá höfuðborginni var lokað vegna veðurofsans. Á Vestur- og Norðurlandi var stórhríð en mesta hvassviðrið syðst á landinu þar sem rúður brotnuðu í húsum og bílum. khj@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka