Skattafrétt mest lesna frétt Stjórnarráðsins

Breytingar á skattkerfinu til næstu tveggja ára var meðal þess …
Breytingar á skattkerfinu til næstu tveggja ára var meðal þess sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti þegar fjárlög næsta árs voru kynnt í september. mbl.is/Árni Sæberg

Engin frétt á vef Stjórnarráðsins hefur verið lesin jafnoft og frétt um skattalækkun sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í síðustu viku. Vakin er athygli á þessu í nýrri frétt á vef Stjórnarráðsins. 

Í fréttinni var sagt frá samþykkt frumvarps um lækkun tekjuskatts einstaklinga og lesendum gefinn kostur á að skoða gagnvirkt hvað þeir bera úr býtum með reiknivél sem Hlynur Hallgrímsson, starfsmaður skattaskrifstofu ráðuneytisins, setti upp. 

mbl.is fjallaði einnig um líkanið í haust og var sú frétt mikið lesin, þó ekki 70 þúsund sinnum eins og frétt Stjórnarráðsins. 

Ljóst er að fólk hefur áhuga á áhrifum skattalækkunarinnar. Álagið var slíkt um tíma að einhverjir áttu í erfiðleikum með að fá svör, en reiknivélin er í fullu fjöri og enn hægt að sjá hverju skattalækkunin skilar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert