Hin árlegu bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru afhent í bókmenntaþættinum Kiljunni í Ríkissjónvarpinu fyrr í kvöld. Er þetta í 20. sinn sem verðlaunin eru veitt. Alls bárust atkvæði frá 52 bóksölum. Í fyrsta sinn í ár voru einnig veitt verðlaun fyrir bestu bókakápuna.
Íslensk skáldverk
Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur.
- 1. Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur
- 2. Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur
- 3. Korngult hár, grá augu eftir Sjón
Brynja Hjálmsdóttir.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Ljóðabækur
- 1. Okfruman eftir Brynju Hjálmsdóttir
- 2. Leðurjakkaveður eftir Fríðu Ísberg
- 3. Heimskaut eftir Gerði Kristnýju
Íslenskar ungmennabækur
Hildur Knútsdóttir.
mbl.is/Hari
- 1. Nornin eftir Hildi Knútsdóttur
- 2. Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur
- 3. Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Íslenskar barnabækur
- 1. Vigdís – Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring
- 2. Kjarval – Málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur
- 3-4. Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins eftir Snæbjörn Arngrímsson
- 3-4. Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason
Fræðibækur/Handbækur
- 1. Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason
- 2. Síldarárin 1867-1969 eftir Pál Baldvin Baldvinsson
- 3-4. Lífgrös og leyndir dómar eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur
- 3-4. Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur
Jakobína - Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur.
Ævisögur
- 1. Jakobína – Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur
- 2. Undir fána lýðveldisins eftir Hallgrím Hallgrímsson
- 3. Án filters eftir Björgvin Pál Gústavsson og Sölva Tryggvason
Þýdd skáldverk
- 1. Glæpur við fæðingu eftir Trevor Noah
- 2. Kona í hvarfpunkti eftir Nawal el Saadawi
- 3. Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur eftir Xiaolu Guo
Þýddar barnabækur
Slæmur pabbi eftir David Walliams.
- 1. Slæmur pabbi eftir David Walliams
- 2. Handbók fyrir ofurhetjur – Vargarnir koma eftir Elias og Agnes Vahlund
- 3. Snjósystirin eftir Maja Lunde
Besta bókakápan
Kærastinn er rjóður eftir Kristínu Eiríksdóttur sem Halla Sigga hannaði.
- 1. Kærastinn er rjóður eftir Kristínu Eiríksdóttur sem Halla Sigga hannaði
- 2. Hunangsveiði eftir Soffíu Bjarnadóttur sem Helga Gerður Magnúsdóttir hannaði
- 3. Eilífðarnón eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur sem Luke Allan hannaði