Dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa samþykkt aðgerðaráætlun um aðgerðir í heilbrigðismálum í fanglesum og úrræðum vegna vímuefnavanda fanga. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Þar segir að aðgerðaáætlunin feli í sér viðamiklar breytingar á heilbrigðisþjónustu og úrræðum fyrir fanga og að afar mikilvægt sé að tryggja eftirfylgni með þeim aðgerðum sem lagðar eru til af starfshópi sem skipaður var af þessu tilefni, en dómsmálaráðherra hefur ákveðið að endurskipa í starfshópinn til að styðja við og fylgja eftir aðgerðaáætluninni og gera tillögur um breytingar ef þörf krefur.
Aðgerðaráætlunin felur í sér þrjár meginaðgerðir: eflingu heilbrigðisþjónustu, skilgreiningu verklags og ábyrgðar í innri starfsemi fangelsanna vegna breytinga á heilbrigðisþjónustu og þarfagreiningu og aðgerðaráætlun til að sporna við dreifingu og neyslu vímugjafa á Litla-Hrauni.