Fljúga meðfram háspennulínum

Þyrla LHG fór í stutta eftirlitsferð í gær en varð …
Þyrla LHG fór í stutta eftirlitsferð í gær en varð að hætta snemma vegna myrkurs. Í dag á að fljúga meðfram nokkrum háspennulínum á Norðurlandi til að ganga úr skugga um ástand þeirra eftir ofsaveðrið á dögunum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Til stendur að þyrla Landhelgisgæslunnar fari nú í birtingu frá Akureyrarflugvelli og fljúgi meðfram nokkrum háspennulínum á Norðurlandi til fá endanlega yfirsýn yfir ástand þeirra.

Helgi B. Þorvaldsson, sérfræðingur í háspennulínum hjá Landsneti, sagði að skoða ætti Kópaskerslínu og Húsavíkurlínu og fleiri línur. Hann segir að Laxárlínan sé töluvert mikið skemmd og Dalvíkurlína hafi farið mjög illa.

„Við teljum okkur vera komna með þokkalega góða yfirsýn yfir þetta. Svo erum við að sjá ísingu á línum sem eru í rekstri hjá okkur og ætlum að skoða það betur,“ sagði Helgi. Hann kom að því verkefni að bregðast við eftir að um 600 rafmagnsstaurar hjá Rarik brotnuðu í miklu óveðri árið 1991. Annað áfall, en minna, kom árið 1995. Helgi sagði að Rarik hefði þá hafið átak í að setja raflínur í jörð þar sem reyndi mest á raflínurnar og ísingarhættan var mest. Það átak stendur enn yfir.

Unnið að viðgerð Dalvíkurlínu

Um fjörutíu manna vinnuflokkur á vegum Landsnets vann í gær hörðum höndum að því að hreinsa Dalvíkurlínu af ísingu og brotnu efni. Þegar því er lokið verður farið í að endurreisa línuna. Samtals eru um 30 stæður skemmdar og vitað er um slit á einum stað á línunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert