Ísland andstætt ótakmörkuðum kvótum

Ungir mótmælendur létu í sér heyra á ráðstefnunni í vikunni. …
Ungir mótmælendur létu í sér heyra á ráðstefnunni í vikunni. Þeir krefjast metnaðarfyllri aðgerða, rétt eins og smáeyjaríkin. AFP

Ýmis­legt ber enn á milli í viðræðum um lofts­lags­samn­ing á Lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í Madrid en viðræðunum átti að ljúka í gær. Iðnríki og smá­eyja­ríki deila nú hart um viðskipti með los­un­ar­kvóta en Ísland er ekki hlynnt því að þau viðskipti verði eins auðveld og þau eru í dag. 

Þetta seg­ir Helga Barðadótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands gagn­vart lofts­lags­samn­ingn­um. Hún er enn stödd í Madrid og veit ekki hversu lengi hún mun dvelja þar og halda áfram viðræðum. 

„Það eru enn að koma inn nýir papp­ír­ar með nýj­um textum sem menn eru að rýna í núna,“ seg­ir Helga. „Þetta er mjög skrýtið um­hverfi. Nú sitja bara all­ir og bíða eft­ir næstu skref­um.“

Mark­miðið er að klára samn­ing­inn. „Það er bara spurn­ing hvort aðilar nái að koma sér sam­an og hversu mik­inn tíma þeir gefa sér.“

Smá­eyja­rík­in vilja meiri metnað

Eins og áður seg­ir er helst deilt um los­un­ar­heim­ild­ir. „Sumt af þessu er mjög tækni­legt en það er til dæm­is þessi krafa ákveðinna ríkja um að færa Kyoto-heim­ild­ir yfir í nýja kerfið og það er farið að ræða mögu­leik­ann á því að það verði gert í ein­hverju tak­mörkuðu magni í eitt­hvert tak­markað tíma­bil,“ seg­ir Helga.

Það eru því nokk­ur ríki, Bras­il­ía, Kína og Ind­land, sem krefjast þess að mega áfram nýta los­un­ar­heim­ild­ir frá viðskipta­kerfi sem var notað á svo­kölluðu Kyoto-tíma­bili. 

„Það er nokkuð sem menn eru ekki bún­ir að koma sér sam­an um. Smá­eyja­rík­in eru til dæm­is al­farið á móti þessu svo það er Bras­il­ía sem hef­ur staðið fast­ast á sínu í þessu.“

Helga Barðadóttir, formaður samninganefndar Íslands gagnvart Loftslagssamningnum.
Helga Barðadótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands gagn­vart Lofts­lags­samn­ingn­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Aðspurð seg­ir Helga að smá­eyja­rík­in séu sér­stak­lega and­stæð þessu þar sem þau hafi farið hvað verst út úr lofts­lags­breyt­ing­um og með því að nota Kyoto-heim­ild­irn­ar áfram verði auðveld­ara fyr­ir ríki að losa meira en ella.

„Smá­eyja­rík­in telja að þetta sýni ekki nógu mik­inn metnað í nýja kerf­inu. Svo er líka ákall frá smá­eyja­ríkj­un­um um að menn setji fram texta um að menn ætli sér virki­lega að fara í metnaðarfyllri aðgerðir.“

Ótak­markaðar heim­ild­ir út úr mynd­inni

Spurð hvar Ísland standi í þessu máli seg­ir Helga:

„Við erum nátt­úr­lega ekki hlynnt því að flytja mikið af kvót­um inn í nýja kerfið en það get­ur vel verið að ein­hverri mála­miðlun verði komið á til að koma mál­um áfram. Það er al­gjör­lega út úr mynd­inni að það verði veitt ein­hver ótak­mörkuð heim­ild til að flytja inn kvóta frá hvaða verk­efn­um sem er en eins og í samn­ing­um al­mennt þá snýst þetta um mála­miðlan­ir.“

Helga sér ekki fyr­ir enda­lok­in eins og er og það virðist for­svarsmaður for­mennsk­unn­ar ekki gera held­ur.

„Hann var í gær spurður hvenær þyrfti að tæma hús­in og hann gaf nú ekk­ert út á það svo hann lét líta út fyr­ir að það væri hægt að halda áfram hérna. Svo er líka mögu­leiki að þessu verði bara fleytt til næsta fund­ar.“

Spurð hvort það væri ekki slæm niðurstaða seg­ir Helga: „Það er nátt­úr­lega alltaf erfitt þegar slíkt er gert.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert